Völvan spáir umbrotaári

Völva tíma­rits­ins Vik­unn­ar birt­ir spá sína í dag og er óhætt að segja að hún spái um­brota­ári 2011. Meðal ann­ars spá­ir hún því að rík­is­stjórn­in springi, og einnig sú sem taki við og mik­il bylt­ing verði, óeirðir og læti, meðal ann­ars vegna yf­ir­gengi­legr­ar skatt­heimtu.

Völv­an spá­ir því að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir hrökklist frá vegna valda­brölts inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og gíf­ur­leg spreng­ing verði inn­an þess flokks. Þá seg­ist hún ekki verða hissa ef Guðmund­ur Stein­gríms­son tæki við for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Þá seg­ir Völv­an að fram komi nýtt stjórn­mála­afl sem verði meira rödd fólks­ins en aðrir flokk­ar. Hún seg­ist ekki sjá fyr­ir sér enda Ices­a­ve-máls­ins og mik­il hneykslis­mál eigi eft­ir að koma upp á yf­ir­borðið. Fé finn­ist á stöðum þar sem ekki hafi verið leitað áður.

Meðal ein­stak­linga, sem völv­an seg­ir að muni ganga vel á ár­inu eru knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Sig­urðsson, kvik­mynda­gerðarmaður­inn Baltas­ar Kor­mák­ur og leik­ar­inn Gísli Örn Garðars­son. 

Ein­tóm leiðindi og vesen

Völv­an fjall­ar um fjöl­miðla og seg­ist hún sjá þar ein­tóm leiðindi og vesen. Ein­hver blöð muni deyja. Seg­ir völv­an að storm­ur verði í kring­um DV, ský sé yfir 365 og Frétta­blaðið gæti sofnað. Morg­un­blaðið muni koma áfram út á þrjósk­unni en Frétta­tím­inn efl­ist.

Þá seg­ir völv­an að hrikta muni í stoðum hjá Páli Magnús­syni og Ara Edwald en mest læt­in gætu orðið kring­um Egil Helga­son. Þá verði læti kring­um Reyni Trausta­son en marg­ar fjöl­miðlakon­ur muni njóta vel­gengni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant