Billy the Kid ekki náðaður

Billy the Kid.
Billy the Kid.

Bill Richardson, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, segist ekki ætla að náða útlagann Billy the Kid, eða Billa barnunga eins og hann er kallaður hér á landi. Billy var uppi fyrir 130 árum og fullyrt hefur verið að þáverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó hafi lofað því að náða útlagann gegn því að hann veitti upplýsingar um morð.

Billy féll fyrir hendi lögregluforingjans Pats Garrets 14. júlí 1881. Bill Richardson, núverandi ríkisstjóri, vildi rannsaka hvort Lew Wallace, sem var ríkisstjóri í tíð Billy og Garrets, hefði lofað að náð Billy myndi hann bera vitni í morðmáli. Hann hafi síðan gengið á bak orða sinna.

Richardson sagði hins vegar í dag í morgunþætti ABC sjónvarpsstöðvarinnar, að ekki hafi fundist gögn sem staðfesti að Billy hafi verið lofað náðun.

Þjóðsögur herma, að Billy hafi drepið 21 mann, einn fyrir hvert ár sem hann lifði. Sagnfræðingar segja þó ólíklegt að Billy hafi drepið fleiri en 9.

Kjörtímabil Richardsons sem ríkisstjóra rennur út á miðnætti og hann varð því að taka ákvörðun í málinu í dag.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan