Billy the Kid ekki náðaður

Billy the Kid.
Billy the Kid.

Bill Rich­ard­son, rík­is­stjóri Nýju-Mexí­kó, seg­ist ekki ætla að náða út­lag­ann Billy the Kid, eða Billa barn­unga eins og hann er kallaður hér á landi. Billy var uppi fyr­ir 130 árum og full­yrt hef­ur verið að þáver­andi rík­is­stjóri Nýju-Mexí­kó hafi lofað því að náða út­lag­ann gegn því að hann veitti upp­lýs­ing­ar um morð.

Billy féll fyr­ir hendi lög­reglu­for­ingj­ans Pats Garrets 14. júlí 1881. Bill Rich­ard­son, nú­ver­andi rík­is­stjóri, vildi rann­saka hvort Lew Wallace, sem var rík­is­stjóri í tíð Billy og Garrets, hefði lofað að náð Billy myndi hann bera vitni í morðmáli. Hann hafi síðan gengið á bak orða sinna.

Rich­ard­son sagði hins veg­ar í dag í morg­unþætti ABC sjón­varps­stöðvar­inn­ar, að ekki hafi fund­ist gögn sem staðfesti að Billy hafi verið lofað náðun.

Þjóðsög­ur herma, að Billy hafi drepið 21 mann, einn fyr­ir hvert ár sem hann lifði. Sagn­fræðing­ar segja þó ólík­legt að Billy hafi drepið fleiri en 9.

Kjör­tíma­bil Rich­ard­sons sem rík­is­stjóra renn­ur út á miðnætti og hann varð því að taka ákvörðun í mál­inu í dag.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir