Maður frá bænum Ziyuan í Suður-Kína er með undarlegt horn á hausnum sem hefur vaxið þar í tvö ár.
Hinn 84 ára gamli Huang Yuanfan segir hornið hafa byrjað sem lítill hnúður á hnakkanum fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur það vaxið mikið og er orðið 7,6 sentímetrar að lengd.
„Ég reyndi að kroppa það í burtu og toga í það en ekkert gengur,“ segir hinn hyrndi Huang. „Læknar segjast ekki hafa hugmynd um hvað þetta er en vilja ekki fjarlægja hornið því það muni líklega bara vaxa aftur.“