Volkov verður aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar

Ilan Volkov stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á síðasta ári.
Ilan Volkov stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á síðasta ári. mbl.is/Kristinn

Ísraelski hljómsveitarstjórans Ilan Volkov hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstu þrjú starfsár. Volkov tekur við stöðunni í september 2011, við upphaf fyrsta starfsárs hljómsveitarinnar í nýja tónlistarhúsinu Hörpu.

Volkov er 34 ára gamall en hefur samt öðlast mikla reynslu í hljómsveitarstjórn. Hann varð aðstoðarstjórnandi Northern Sinfonia á Englandi 19 ára gamall og tveimur árum síðar tók hann við stöðu aðalstjórnanda ungmennahljómsveitar Lundúnarfílharmóníunnar.

Árið 1999 bauð Seiji Ozawa honum stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra við Sinfóníuhljómsveitina í Boston. Hann var valinn aðalstjórnandi BBC-hljómsveitarinnar í Skotlandi árið 2003 og var þá yngsti stjórnandinn í sögunni til að hreppa slíka stöðu við bresku útvarpshljómsveitirnar. Árið 2009 færði Volkov sig í stöðu aðalgestastjórnanda í Skotlandi en ferðast annars um heiminn sem hljómsveitarstjóri.  

Volkov hlaut m.a. Gramophone verðlaunin bæði 2008 og 2009 fyrir hljóðritanir sínar.

Volkov hefur átt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 2003. Meðal annars stjórnaði hann tvennum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á síðasta ári  og voru báðir þessir tónleikar á meðal 10 bestu tónleika liðins árs að mati tónlistargagnrýnenda Morgunblaðsins

Volkov mun stýra hljómsveitinni á sex til níu tónleikum á starfsári á samningstímanum. Hann mun einnig stýra árlegri tónlistarhátíð með nýrri og framsækinni tónlist í Hörpu og fer fyrsta hátíðin af því tagi fram í mars 2012.  
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir