Volkov verður aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar

Ilan Volkov stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á síðasta ári.
Ilan Volkov stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á síðasta ári. mbl.is/Kristinn

Ísra­elski hljóm­sveit­ar­stjór­ans Ilan Volkov hef­ur verið ráðinn aðal­hljóm­sveit­ar­stjóri og list­rænn stjórn­andi Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands næstu þrjú starfs­ár. Volkov tek­ur við stöðunni í sept­em­ber 2011, við upp­haf fyrsta starfs­árs hljóm­sveit­ar­inn­ar í nýja tón­list­ar­hús­inu Hörpu.

Volkov er 34 ára gam­all en hef­ur samt öðlast mikla reynslu í hljóm­sveit­ar­stjórn. Hann varð aðstoðar­stjórn­andi Nort­hern Sin­fonia á Englandi 19 ára gam­all og tveim­ur árum síðar tók hann við stöðu aðal­stjórn­anda ung­menna­hljóm­sveit­ar Lund­únar­fíl­harm­ón­í­unn­ar.

Árið 1999 bauð Seiji Ozawa hon­um stöðu aðstoðar­hljóm­sveit­ar­stjóra við Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ina í Bost­on. Hann var val­inn aðal­stjórn­andi BBC-hljóm­sveit­ar­inn­ar í Skotlandi árið 2003 og var þá yngsti stjórn­and­inn í sög­unni til að hreppa slíka stöðu við bresku út­varps­hljóm­sveit­irn­ar. Árið 2009 færði Volkov sig í stöðu aðalgesta­stjórn­anda í Skotlandi en ferðast ann­ars um heim­inn sem hljóm­sveit­ar­stjóri.  

Volkov hlaut m.a. Gramoph­o­ne verðlaun­in bæði 2008 og 2009 fyr­ir hljóðrit­an­ir sín­ar.

Volkov hef­ur átt sam­starf við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands allt frá ár­inu 2003. Meðal ann­ars stjórnaði hann tvenn­um tón­leik­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar á síðasta ári  og voru báðir þess­ir tón­leik­ar á meðal 10 bestu tón­leika liðins árs að mati tón­list­ar­gagn­rýn­enda Morg­un­blaðsins

Volkov mun stýra hljóm­sveit­inni á sex til níu tón­leik­um á starfs­ári á samn­ings­tím­an­um. Hann mun einnig stýra ár­legri tón­list­ar­hátíð með nýrri og fram­sæk­inni tónlist í Hörpu og fer fyrsta hátíðin af því tagi fram í mars 2012.  
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son