Myndir af Hitler seldar á uppboði

Myndirnar voru teknar á uppgangstímum nasista.
Myndirnar voru teknar á uppgangstímum nasista. Reuters

600 áður óséðar myndir af Adolf Hitler seldust á uppboði í Bretlandi fyrir þrjátíuþúsund pund, eða rúmlega 5,6 milljónir íslenskra króna. Þar á meðal var mynd af Hitler og ítalska einræðisherranum Benito Mussolini.

Myndirnar voru teknar af einkaljósmyndara Hitlers, Heinrich Hoffmann, á þeim tíma er flokkur nasista sótti í sig veðrið fyrir síðari heimstyrjöld. Á þeim má meðal annars sjá Hitler við æfingar í skóla SS-sveita nasista og heilsa að hætti nasista úr bíl sínum á fjöldafundi í Nuremburg. Þá sýnir ein mynd Hitler og Mussolini á ólympíuleikunum í Munchen árið 1936. 

Uppboðshaldarinn Jonathan Humbert sagðist gáttaður á því hversu margir hafi sýnt ljósmyndunum áhuga og þá sérstaklega fyrir þær sakir að nokkrir þeirra voru Þjóðverjar. Safnið var áður í einkaeign.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir