Myndir af Hitler seldar á uppboði

Myndirnar voru teknar á uppgangstímum nasista.
Myndirnar voru teknar á uppgangstímum nasista. Reuters

600 áður óséðar myndir af Adolf Hitler seldust á uppboði í Bretlandi fyrir þrjátíuþúsund pund, eða rúmlega 5,6 milljónir íslenskra króna. Þar á meðal var mynd af Hitler og ítalska einræðisherranum Benito Mussolini.

Myndirnar voru teknar af einkaljósmyndara Hitlers, Heinrich Hoffmann, á þeim tíma er flokkur nasista sótti í sig veðrið fyrir síðari heimstyrjöld. Á þeim má meðal annars sjá Hitler við æfingar í skóla SS-sveita nasista og heilsa að hætti nasista úr bíl sínum á fjöldafundi í Nuremburg. Þá sýnir ein mynd Hitler og Mussolini á ólympíuleikunum í Munchen árið 1936. 

Uppboðshaldarinn Jonathan Humbert sagðist gáttaður á því hversu margir hafi sýnt ljósmyndunum áhuga og þá sérstaklega fyrir þær sakir að nokkrir þeirra voru Þjóðverjar. Safnið var áður í einkaeign.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup