Mike Bongiorno hvílir ekki lengur í friði

Mike Bongiorno lést árið 2009, 85 ára að aldri.
Mike Bongiorno lést árið 2009, 85 ára að aldri.

Líkræningjar hafa raskað ró Mike Bongiornos. Ítalskir embættismenn greindu frá því í gær að búið sé að ræna líki Bongiornos, sem stýrði vinsælasta spurningarþætti Ítalíu í hálfa öld. Bongiorno var jafnframt náinn vinur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Bongiorno lést í september árið 2009, 85 ára að aldri, og var jarðsettur í Arona, sem er skammt frá Mílanó. 

Það var eldri borgari, sem hefur vanið komur sínar í kirkjugarðinn, sem gerði lögreglu viðvart. Búið var að opna gröfina og fjarlægja líkið. 

Að sögn ítalskra fjölmiðla hafa líkræningjarnir ekki krafist lausnargjalds.

Bongiorno hóf störf í ítölsku sjónvarpi á sjötta áratug síðustu aldar. Hann aðstoðaði Berlusconi við að koma auglýsingasjónvarpi á laggirnar á áttunda áratugnum.

Fram kemur í fjölmiðlum að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem lík frægs einstaklings sé rænt á Ítalíu. Árið 2001 var jarðneskum leifum bankastjórans Enrico Cuccia rænt og lausnargjalds krafist. Líkræningjarnir náðust á endanum og voru settir á bak við lás og slá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir