Von Furstenberg slasast í skíðaslysi

Glamúrkonan Diane von Furstenberg.
Glamúrkonan Diane von Furstenberg. Reuters

Fatahönnuðurinn frægi Diane Von Furstenberg slasaðist þar sem hún var á skíðum í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum Barry Diller fyrir skömmu. Hin 64 ára gamla tískudrottning hlaut brotið nef og beinbrot í andliti er hún varð beinlínis fyrir skíðamann ef svo má að orði komast. Hún var flutt á nálægt sjúkrahús en var svo flogið á UCLA sjúkrahúsið í Kaliforníu.

„Einhver brasilískur maður, sem kunni ekki að skíða, lenti beint á mér og myndavélin hans slóst harkalega í andlit mitt og rifbein. Ég lít út eins og Mike Tyson í hans versta bardaga. Þetta hefði þó geta verið verra... en þetta er ekki fallegt,“ sagði Von Furstenberg í samtali við WWD.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar