Charlie Sheen fékk í magann

Leikarinn Charlie Sheen á góðri stundu.
Leikarinn Charlie Sheen á góðri stundu. AP

Charlie Sheen, leikaranum góðkunna, var hraðað á sjúkrahús í dag vegna mikilla kviðverkja. Talsmaður hans segist ekki vita hvað ami að honum, en staðfesti að hann lægi nú á sjúkrahúsi.

Sheen var sóttur á heimili sitt klukkan 7 að morgni að staðartíma og fluttur burt í sjúkrabíl. Samkvæmt slúðurvefnum TMZ sáust tvær yngismeyjar yfirgefa heimili hans um svipað leyti.

Í nóvember sótti Sheen, sem leikur meðal annars í gamanþáttunum „Two and a half men,“ um skilnað við konu sína eftir tveggja ára hjónaband. Stuttu áður hafði hann verið lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa valdið skemmdum á hótelherbergi sem hann dvaldi á. Lögreglan kom þá að honum í áfengisvímu og með næturgest af hinu kyninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar