Íslensk lög gefin út í Japan

Benni Hemm Hemm.
Benni Hemm Hemm. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Plöturnar „Jukk“ með Prinspóló og „Skot“ með Benna Hemm Hemm munu verða gefin út í Japan af japanska útgáfufyrirtækinu Afterhours í apríl næstkomandi. Kimi Records, útgáfufélag Prinspóló og Benna Hemm Hemm, framseldi útgáfuréttindin á plötum tónlistarmannanna til japanska útgáfufélagsins á dögunum.

Afterhours er þekkt útgáfufélag á sviði jaðarútgáfu og stendur meðal annars að útgáfu tímarits sem og annarrar tónlistarútgáfu, fyrirtækið hefur meðal annars gefið út tónlist Kríu Brekkan, Bill Callahan og Mice Parade. Þykir þetta gott skref fyrir tónlistarmennina íslensku og munu þeir halda í víking til Japan á næstu mánuðum til að kynna afurðir sínar enn betur fyrir áhugasömum Japönum.

Kimi Records mun svo gefa út sömu plötur í Evrópu og Bandaríkjunum í apríl og maí en útgáfustarfsemi Kima á erlendri grundu er sífellt að aukast. Á þessu ári er stefnt að því að gefa út plötur með Miri, The Heavy Experience og Sudden Weather Change auk Prinspóló og Benna Hemm Hemm.

Prinspóló
Prinspóló
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup