Það er ekki öllum gefið að syngja vel. Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður hefur alltaf haldið sig rammfalska og varla þorað að taka undir þegar afmælissöngurinn er sunginn.
En eftir einn söngtíma hjá Ingveldi Ýri Jónsdóttur söngkonu komst hún að
því að hún er ekki fölsk, þvert á móti.
Að sögn Ingveldar Ýrar geta allir sungið, „Það geta náð því að beita röddinni betur, það geta allir náð tökum á önduninni, fundið hvað á að opna og formað hljóðin betur þannig að þau nái út," segir Ingveldur Ýr.
Meira um söngtímann má lesa í Morgunblaðinu á laugardaginn.