Sænska leikkonan Lena Nyman er látin, 66 ára að aldri. Nyman öðlaðist fræðg þegar hún lék í kvikmyndunum Ég er forvitin (gul) og Ég er forvitin (blá) sem Vilgot Sjöman gerði á árunum 1967 og 1968.
Myndirnar vöktu talsverða hneykslun á sínum tíma vegna nektaratriða en Nyman fékk verðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar árið 1968 fyrir leik sinn í myndunum.
Nyman lék m.a. í mynd Ingmars Bergmans, Haustsónötunni, árið 1978. Þá lék hún Lovísu, móður Ronju ræningjadóttur, í mynd sem gerð var árið 1984 eftir bók Astrid Lindgern. Þá lék hún í myndinni Karlakórnum Heklu, sem Guðný Halldórsdóttir gerði árið 1992.