Var „alger auli"

John Bercow.
John Bercow. Reuters

Eiginkona forseta neðri deildar breska þingsins sagði við breska ríkisútvarpið, BBC, að hún hefði verið „alger auli" þegar hún samþykkti að láta taka mynd af sér nakinni vafinni í lak.

Myndin af Sally, eiginkonu Johns Bercows, birtist í blaðinu Evening Standard í gær. Á myndinni stendur Sally, sem er 41 árs, við glugga þar sem breska þinghúsið blasir við.

Í grein í blaðinu, undir fyrirsögninni „Svefnherbergisleyndarmál mín," segir Sally að eiginmaður hennar, sem er 48 ára, hafi orðið að kyntákni eftir að hann tók við embætti þingforseta í júní 2009.  

Sally Bercow hefur áður vakið athygli með ýmsum yfirlýsingum í fjölmiðlum. Hún hefur meðal annars sagt, að hún hafi skvett töluvert í sig á árum áður og átt skyndikynni við karlmenn þegar hún var einhleyp.

„Stjórmál geta verið kynþokkafull vegna þess að vald er kynörvandi," hefur Standard eftir Sally. „Eftir að John varð þingforseti hefur fjöldi kvenna reynt við hann."

Í viðtalinu við BBC í dag sagðist hún hins vegar sjá eftir öllu saman. „Það var heimskulegt af mér að samþykkja að láta taka mynd af mér í laki. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar. Þetta átti bara að vera sniðugt en það hefur augljóslega mistekist og nú er ég eins og alger auli."

Forseti neðri deildar þingsins er afar virðulegt embætti í Bretlandi. Hann stýrir umræðum í deildinni en embættið á rætur að rekja allt til ársins 1377. Þegar Bercow var kjörinn forseti innleiddi hann nýjan stíl og ber meðal annars ekki hið hefðbundna parruk. Þá hrópar hann ekki Order! Order! til að þagga niður í þingmönnum en heldur þess í stað fyrirlestra yfir þeim um það hvaða augum almenningur líti á hegðun þeirra.

Umfjöllun Evening Standard

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar