Drottningin sátt við Ræðu Konungs

Colin Firth sem Georg VI í Ræðu konungs, The King's …
Colin Firth sem Georg VI í Ræðu konungs, The King's Speech. Reuters

Drottning Breta, Elísabet II, er sögð sátt við kyikmyndina The Kings Speech, Ræða konungs, sem segir af baráttu föður hennar Georgs VI við talgalla.

Á fréttavef BBC segir að drottningin hafi fengið einkasýningu á kvikmyndinni en hún segir myndina áhrifamikla. 

Handritshöfundur myndarinnar David Seidler sagði samþykki drottningar mikinn heiður. Hann hafi beðið með gerð myndarinnar í 30 ár að beiðni drottingarmóður þar sem hún hafi sagt að of erfitt væri að rifja upp þá atburði sem hún byggðist á.

Seidler sparaði ekki lýsingarorðin og sagði að nú þegar búið væri að skrifa handritið og gera myndina af væntumþykju, aðdáun og virðingu, væri ótrúlega og dásamlega mikils virði að fá viðurkenningu drottningar á henni. 

Kvikmyndin Ræða konungs var nýverið tilnefnd til tólf óskarsverðlauna. Hún hefur einnig verið tilnefnd til 14 Bafta verðlauna auk þess að vinna til verðlauna á Golden Globe í síðasta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar