Gary Moore látinn

Plötuumslag sólóskífunnar Close as You Get, sem Gary Moore gaf …
Plötuumslag sólóskífunnar Close as You Get, sem Gary Moore gaf út árið 2007.

Norður-írski blúsgítarleikarinn Gary Moore er látinn, 58 ára að aldri. Moore hóf ferlinn með hljómsveitinni Skid Row árið 1969, þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Hann lék einnig með írsku rokkhljómsveitinni Thin Lizzy.

Það var umboðsmaður Thin Lizzy, Adam Parsons, sem greindi BBC frá því að Moore hefði látist í morgun. Hann fæddist 4. apríl 1952 í Belfast.

Moore gaf út fjölmargar sólóplötur og átti mjög farsælan feril, en fyrsta sólóplata hans kom út árið 1973.

Hann gekk til liðs við Thin Lizzy á áttunda áratugnum, en það var Phil Lynott, söngvari Lizzy, sem fékk hann til liðs við sveitina. Þeir Moore og Lynott kynntust þegar þeir léku saman í Skid Row.

Komið var að Moore látnum á hótelherbergi á Spáni.

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar