Breskum manni á fimmtugsaldri með greindarvísitöluna 48 hefur verið bannað að stunda kynlíf.
Umræddur Alan á í sambandi við karlmann og vildi að eigin sögn eiga áfram í því líkamlega sambandi.
Dómstólar í Bretlandi komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að þar sem greindarvísitala Alans er mjög lág viti hann ekki hvað hann er að gera þegar hann stundar kynlíf. Málið fór fyrir dómstóla eftir að stuðningsaðili Alans benti á eðli málsins.
Einn sálfræðinganna sem voru fengnir til að meta aðstæður sagði kynfræðslu ekki geta hjálpað í þessu tilfelli heldur einungis rugla Alan meira. Stuðningsaðili hans fylgist nú með að Alan hitti ekki ástmann sinn oftar.