Úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fara fram um helgina. Monitor fékk þrjá Júróvisjónspaka aðila til að tjá sig um lögin. Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður, er einn mesti tónlistarspekúlant Íslands og hefur skoðanir á flestu er við kemur tónlist.
Honum finnst lagið Eldgos skemmtilegasta lagið en hann vill samt ekki meina að það sé besta lagið. „Þetta lag er auðvitað algjör snilld. Sturluð snilld. Fer viljandi marga hringi en svei mér þá, maður er farinn að humma lagið af krafti! Það er svo mikill Rammstein í þessari þjóð.“
Bestu lögin séu Ef ég hefði vængi í flutningi Halla Reynis og Ég lofa í flutningi Jógvans.
Hann segir jafnframt að hinn vinalegi og alúðlegi Jógvan sé aðili sem væri skemmtilegt að setjast með yfir bjór. „Ég er ánægður með Jógvan. Hann er svona gaur sem maður væri til í að drekka bjór með, ef ég gerði slíkt, vinalegur og alúðlegur og það smitast út í flutninginn.“
Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.