Lét græða myndavél í höfuðið

Myndavélin í höfði listamannsins Wafaa Bilal.
Myndavélin í höfði listamannsins Wafaa Bilal.

Listamaður, sem hafði látið græða myndavél aftan á höfuð sitt, neyddist til að láta fjarlægja hana. Líkami listamannsins hafnaði þessum aðskotahlut.

Wafaa Bilal, sem er prófessor við  Tisch School of the Arts í New York, gekkst undir aðgerð í síðustu viku, þar sem ein af þremur festingum, sem halda myndavélinni á sínum stað, var fjarlægð vegna sýkingarhættu.

Þetta kemur fram á vef BBC. 

Títaníumplötu var komið fyrir á milli húðar og höfuðkúpu Bilalas og þrjár festingar festu myndavélina við plötuna.

Vélinni var komið fyrir á líkamsgötunarstofu í Los Angeles eftir að læknar neituðu að eiga nokkurn þátt í þessu.

Myndavélin tók eina mynd á hverri mínútu, en um var að ræða verkefni sem standa átti yfir í ár. Bilal segist vona að hann geti látið koma myndavélinni aftur fyrir, þrátt fyrir að hún hafi valdið honum miklum sársauka.

Myndirnar eiga að sýna nútímasamfélag, þar sem fólk í stórborgum er stöðugt undir eftirliti öryggismyndavéla.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup