Norðmenn ákváðu í gærkvöldi að senda lagið Haba haba í Evróvision söngvakeppnina í Düsseldorf í vor. Eins og nafnið bendir til svífur afrískur andi yfir vötnunum í laginu en söngkonan, Stella Mwangi, er fædd í Kenýa og lagið fjallar um ömmu hennar, sem þar býr.
Stella, sem er 24 ára, flutti til Noregs þegar hún var fjögurra ára og ólst upp í Eidsvoll og Kløfta en býr nú í Lillestrøm. Hún er þekkt söngkona í Kenýa og hefur átt lög þar á vinsældarlistum.
Stella Mwangi flytur Haba haba