Arcade Fire með bestu plötuna

hljómsveitin Arcade Fire með verðlaun sín.
hljómsveitin Arcade Fire með verðlaun sín. Reuters

The Suburbs, plata kanadísku sveitarinnar Arcade Fire, var valin plata ársins á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt.

Bandaríska sveitasöngvatríóið Lady Antebellum var óvæntur sigurvegari á hátíðinni og fékk fimm verðlaun. Lady Gaga fékk þrenn verðlaun og Eminem tvenn en hann var tilnefndur til 10 verðlauna.  

Jasstónlistarkonan Esperanza Spalding, sem er sögð ein af uppáhaldstónlistarmönnum Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, var útnefnd besti nýliðinn og skaut m.a. ungstirninu Justin Bieber ref fyrir rass.

Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru Mick Jagger, Bob Dylan, Barbra Steisand og Christina Aguilera, sem söng nokkur af þekktustu lögum Arethu Franklin. 

Eftirminnilegasta atriðið var þegar Cee Lo Green söng lagið Forget You klædd í mikinn fjaðraham og leikkonan Gwyneth Paltrow dansaði með og endaði uppi á flyglinum. 

Vefur Grammy-verðlaunanna

Charles Kelley, Hillary Scott og Dave Haywood skipa sveitina Lady …
Charles Kelley, Hillary Scott og Dave Haywood skipa sveitina Lady Antebellum. Reuters
Mick Jagger flytur Everybody Needs Someone to Love.
Mick Jagger flytur Everybody Needs Someone to Love. Reuters
Eminem söng I Need A Doctor.
Eminem söng I Need A Doctor. Reuters
Bruno Mars var valinn besti karlsöngvarinn.
Bruno Mars var valinn besti karlsöngvarinn. Reuters
Drake og Rihanna sungu What's My Name.
Drake og Rihanna sungu What's My Name. Reuters
Sveitasöngkonan Miranda Lambert fékk verðlaun.
Sveitasöngkonan Miranda Lambert fékk verðlaun. Reuters
Usher fékk tvenn verðlaun.
Usher fékk tvenn verðlaun. Reuters
Justin Bieber mætti á hátíðina.
Justin Bieber mætti á hátíðina. Reuters
Hljómsveitin Muse flutti lagið Uprising.
Hljómsveitin Muse flutti lagið Uprising. Reuters
Hjónakornin Katy Perry Russell Brand.
Hjónakornin Katy Perry Russell Brand. Reuters
Barbra Streisand söng lagið Evergreen.
Barbra Streisand söng lagið Evergreen. Reuters
Gwyneth Paltrow og Cee-lo Green fluttu lagið Forget You.
Gwyneth Paltrow og Cee-lo Green fluttu lagið Forget You. Reuters
Jennifer Lopez mætti.
Jennifer Lopez mætti. Reuters
Heidi Klum.
Heidi Klum. Reuters
Lady Gaga klaktist út úr eggi...
Lady Gaga klaktist út úr eggi... Reuters
... og flutti lagið Born This Way.
... og flutti lagið Born This Way. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir