The Suburbs, plata kanadísku sveitarinnar Arcade Fire, var valin plata ársins á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt.
Bandaríska sveitasöngvatríóið Lady Antebellum var óvæntur sigurvegari á hátíðinni og fékk fimm verðlaun. Lady Gaga fékk þrenn verðlaun og Eminem tvenn en hann var tilnefndur til 10 verðlauna.
Jasstónlistarkonan Esperanza Spalding, sem er sögð ein af uppáhaldstónlistarmönnum Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, var útnefnd besti nýliðinn og skaut m.a. ungstirninu Justin Bieber ref fyrir rass.
Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru Mick Jagger, Bob Dylan, Barbra Steisand og Christina Aguilera, sem söng nokkur af þekktustu lögum Arethu Franklin.
Eftirminnilegasta atriðið var þegar Cee Lo Green söng lagið Forget
You klædd í mikinn fjaðraham og leikkonan Gwyneth Paltrow dansaði með og endaði uppi á flyglinum.