Kysstust í meira en 32 tíma

Metnaðarfullir þátttakendur í kossakeppninni í Taílandi í dag.
Metnaðarfullir þátttakendur í kossakeppninni í Taílandi í dag. Reuters

Hnausþykkur ástarmökkur liggur nú yfir heimsbyggðinni, en í dag er Valentínusardagurinn.

Sjö pör settu heimsmet í samfelldu kossaflangsi í Taílandi, en þau slógu eldra met, sem var 32 klukkustundir og var sett af Þjóðverjum. Sigurvegararnir fengu peningaverðlaun og demantshring.

Einn skipuleggjanda keppninnar lýsti yfir áhyggjum af keppendum, sagði að þeir væru að leggja alltof hart að sér og var með læknishjálp tiltæka, ef hættuástand skapaðist.

Hefðbundin tákn um eilífa ást, á borð við rósir og konfekt,  voru hvergi  sjáanleg á Tumski brúnni sem liggur yfir ána Oder í pólsku borginni Wroclaw. Þar mátti aftur á móti sjá þúsundir af lásum, af öllum stærðum og gerðu, en það er til siðs þar í borg að læsa lás og henda lyklinum til marks um eilífa ást.

48% Spánverja hyggst ekki gera sér neinn dagamun á Valentínusardaginn vegna efnahagserfiðleika og Írakar ætla að helga daginn föðurlandsást.

Pakistanskir háskólastúdentar fylktu liði og gáfu Malik Mumtaz Hussain Qadrivalentínusarkort og blóm,  en hann hefur játað á sig morðið á frjálslyndum pakistönskum stjórnmálamanni,

Valentínusardagurinn nær sífellt meiri útbreiðslu í múslímaríkjum, nú er litið á daginn með velþóknun í Indónesíu, en áður var óttast að hann myndi hvetja fólk til taumlauss lauslætis.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar