Kysstust í meira en 32 tíma

Metnaðarfullir þátttakendur í kossakeppninni í Taílandi í dag.
Metnaðarfullir þátttakendur í kossakeppninni í Taílandi í dag. Reuters

Hnausþykk­ur ástar­mökk­ur ligg­ur nú yfir heims­byggðinni, en í dag er Valentínus­ar­dag­ur­inn.

Sjö pör settu heims­met í sam­felldu kossaf­langsi í Taílandi, en þau slógu eldra met, sem var 32 klukku­stund­ir og var sett af Þjóðverj­um. Sig­ur­veg­ar­arn­ir fengu pen­inga­verðlaun og dem­ants­hring.

Einn skipu­leggj­anda keppn­inn­ar lýsti yfir áhyggj­um af kepp­end­um, sagði að þeir væru að leggja alltof hart að sér og var með lækn­is­hjálp til­tæka, ef hættu­ástand skapaðist.

Hefðbund­in tákn um ei­lífa ást, á borð við rós­ir og kon­fekt,  voru hvergi  sjá­an­leg á Tumski brúnni sem ligg­ur yfir ána Oder í pólsku borg­inni Wroclaw. Þar mátti aft­ur á móti sjá þúsund­ir af lás­um, af öll­um stærðum og gerðu, en það er til siðs þar í borg að læsa lás og henda lykl­in­um til marks um ei­lífa ást.

48% Spán­verja hyggst ekki gera sér neinn dagamun á Valentínus­ar­dag­inn vegna efna­hagserfiðleika og Írak­ar ætla að helga dag­inn föður­lands­ást.

Pak­ist­ansk­ir há­skóla­stúd­ent­ar fylktu liði og gáfu Malik Mum­taz Hussain Qa­dri­valentínus­ar­kort og blóm,  en hann hef­ur játað á sig morðið á frjáls­lynd­um pakistönsk­um stjórn­mála­manni,

Valentínus­ar­dag­ur­inn nær sí­fellt meiri út­breiðslu í mús­límaríkj­um, nú er litið á dag­inn með velþókn­un í Indó­nes­íu, en áður var ótt­ast að hann myndi hvetja fólk til taum­lauss laus­læt­is.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ef þú skipuleggur tíma þinn betur muntu ná enn betri árangri en ella. Taktu eftir öllum draumum og tilfinningum sem lýsa upp tilgang þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ef þú skipuleggur tíma þinn betur muntu ná enn betri árangri en ella. Taktu eftir öllum draumum og tilfinningum sem lýsa upp tilgang þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir