Sheen: Edrúmennska er leiðinleg

Charlie Sheen hefur getið sér frægðarorð fyrir svallsamt líferni.
Charlie Sheen hefur getið sér frægðarorð fyrir svallsamt líferni. Reuters

Leik­ar­inn Charlie Sheen út­skrifaðist af meðferðar­heim­ili vegna fíkni­efna- og áfeng­is­notk­un­ar í dag. Hann seg­ist ekki hafa í hyggju að halda bind­indið.

„Fyr­ir fimm árum var ég alls­gáður í lang­an tíma og ég var að far­ast úr leiðind­um,“ sagði Sheen í út­varps­viðtali í dag.

Sheen er son­ur leik­ar­ans Mart­in Sheen og leik­ur í sjón­varpsþátt­un­um  „Two and a Half Men“. Hann hef­ur fyllt síður slúður­blaðanna með lit­ríku líferni sínu, þar sem eit­ur­lyf, áfengi, vænd­is­kon­ur og klám­mynda­leik­kon­ur koma við sögu.

Hann var í meðferðinni í tvær vik­ur og hafði áður verið á sjúkra­húsi vegna mik­illa verkja sem eru tald­ir stafa af mik­illi neyslu fíkni­efna og áfeng­is.

Sheen sagði í út­varps­viðtal­inu að skyn­sam­legt væri að hann sneri sem fyrst aft­ur til vinnu, á meðan hann væri í standi til þess. Hann sagði að blanda af krakki og kókaíni væri slæm fyr­ir suma, en ekki alla.

Sheen hef­ur nokkr­um sinn­um kom­ist í kast við lög­in vegna eit­ur­lyfja­notk­un­ar, heim­il­isof­beld­is og fyr­ir að kaupa sér þjón­ustu vændis­k­venna.

Spurður að því hvort fram­ferði hans gæti haft þau áhrif að hann yrði rek­inn úr þátt­un­um var svarið:  „Yeah, blah, blah, nit­pick, nit­pick.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Gerðu allt með fullkomnu sjálfsöryggi. Hugleiddu hvað þú hefur fram að færa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Gerðu allt með fullkomnu sjálfsöryggi. Hugleiddu hvað þú hefur fram að færa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son