„Fingralangur" kisi

Komist hefur upp um köttinn Dusty, sem býr í bænum San Mateo, suður af San Francisco.

Myndir náðust af Dusty þar sem hann var að laumast inn í hús nágranna sinna og stela þaðan smáhlutum. Í ljós hefur komið að kisi hefur á undanförnum þremur árum stolið um 600 hlutum, allt frá þvottasvömpum til brjóstahaldara.

„Handklæði, hanskar, skór, sokkar og leikföng," sagði Jean Chu, eigandi Dusty, við ABC News sjónvarpsstöðina í Kalíforníu.

„Hann stal sundfötunum hennar mömmu," bætti fimm ára gömul dóttir nágrannans við.  

Dýralífssjónvarpsstöðin Animal Planet sýndi mynd um Dusty í vikunni en þar voru sýndar myndir úr innrauðri myndavél þar sem kisi sást laumast með feng sinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir