Jónsi vann í Ósló

Jónsi með verðlaunin í Ósló í kvöld.
Jónsi með verðlaunin í Ósló í kvöld. mbl.is/Arnar Eggert

Plat­an Go, sem Jón Þór Birg­is­son, Jónsi, sendi frá sér á síðasta ári, hlaut í kvöld nor­rænu tón­list­ar­verðlaun­in, sem veitt voru í Ósló í kvöld fyr­ir bestu nor­rænu plötu síðasta árs.

„Tónlist sig­ur­veg­ar­ans hefði aðeins getað orðið til hér í norðrinu," seg­ir í um­sögn dóm­nefd­ar­inn­ar. „Hún hljóm­ar og bragðast næst­um eins og Ísland. Þetta er hug­rökk og ákveðin popp­tónlist sem vef­ur sér um hjarta þitt með marg­lit­um tón­um."

„Þetta kom mér virki­lega á óvart, ég átti ekki von á þessu," sagði Jónsi eft­ir að niðurstaðan hafði verið til­kynnt í Jak­obs­kirkju í Ósló  í kvöld. „Ég ætlaði að fara í róm­an­tíska helg­ar­ferð til Ósló­ar. Ég vissi lítið um þessi verðlaun en vissi þó að Ólöf Arn­alds og Robyn hefðu verið til­nefnd­ar."

Hann sagði við mbl.is, að hann vildi koma á fram­færi kæru þakk­læti til hinna strákanna í Sig­ur Rós fyr­ir auðsýnda þol­in­mæði og dreng­skap á meðan hann var í þessu sóló­stússi.  

Há­kon krón­prins Nor­egs af­henti verðlaun­in í kvöld en Ólöf Arn­alds var meðal þeirra, sem komu fram á verðlauna­hátíðinni. Plata Ólaf­ar, Innund­ir skinni, var einnig til­nefnd til verðlaun­anna. 

Um er að ræða ný verðlaun, sem voru veitt í fyrsta skipti í kvöld. Upp­haf­lega voru 60 plöt­ur til­nefnd­ar til verðlaun­anna frá öll­um Norður­lönd­un­um en í des­em­ber  voru 12 plöt­ur vald­ar í end­an­legt úr­tak. Dóm­nefnd, skipuð full­trú­um frá Norður­lönd­un­um fimm sá um að velja end­an­lega á list­ann en tug­ur blaðamanna og bransa­fólks frá allri Skandi­nav­íu kom að for­val­inu. Það er svo alþjóðleg dóm­nefnd sem sá um að velja þá einu plötu sem hreppti loka­hnossið og  hún var skipuð kanón­um úr alþjóðlega tón­list­ar­heim­in­um, m.a. Rob Young, sem rit­stýrði The Wire og skrif­ar nú fyr­ir Uncut og The Wire og Laurence Belle, eig­anda Dom­ino Records.

Ólöf Arnalds söng lag á verðlaunahátíðinni.
Ólöf Arn­alds söng lag á verðlauna­hátíðinni. mbl.is/​Arn­ar Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir