Brim valin kvikmynd ársins

Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk Bödda …
Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk Bödda í Roklandi. mbl.is/Golli

Kvik­mynd­in  Brim, sem Zik Zak kvik­mynd­ir fram­leiddu, var val­in kvik­mynd árs­ins þegar Eddu­verðlaun­in voru af­hent í kvöld. Mynd­in fékk alls sex verðlaun en Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir var meðal ann­ars val­in besta leik­kona í aðal­hlut­verki fyr­ir leik sinn í mynd­inni.

Dag­ur Kári Pét­urs­son var val­inn leik­stjóri árs­ins fyr­ir mynd sína, The Good Heart, en sú mynd fékk  fimm verðlaun. Dag­ur Kári sagði, þegar hann tók við leik­stjóra­verðlaun­un­um, að hann hefði gert kvik­mynd­ir í þrem­ur lönd­um en það væri eng­um blöðum um það að fletta að ís­lensk­ir tækni­menn væru þeir hæfi­leika­rík­ustu sem hann  hefði unnið með.

Hrafn Gunn­laugs­son fékk heiður­sverðlaun Edd­unn­ar og af­henti Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, þau verðlaun. Í þakk­arræðu sinni bað Hrafn Ólaf Ragn­ar meðal ann­ars að gefa þjóðinni tæki­færi til að kjósa um Ices­a­ve-samn­ing­inn vegna þess að þjóðinni væri bet­ur treyst­andi en þing­mönn­um.

Kvik­mynd árs­ins: Brim.

Leik­stjóri árs­ins:  Dag­ur Kári, fyr­ir The Good Heart

Leik­ari í aðal­hlut­verki: Ólaf­ur Darri Ólafs­son, fyr­ir Rok­land.

Leik­kona í aðal­hlut­verki: Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir, fyr­ir Brim.

Leik­ari í auka­hlut­verki: Þor­steinn Bachmann fyr­ir Óróa.

Leik­kona í auka­hlut­verki: Elma Lísa Gunn­ars­dótt­ir fyr­ir Rok­land.

Heim­ild­ar­mynd árs­ins: Fálka­saga.

Kvik­mynda­taka árs­ins: G. Magni Ágústs­son fyr­ir Brim.

Klipp­ing árs­ins:  Val­dís Óskars­dótt­ir, Eva Lind Hösk­ulds­dótt­ir fyr­ir Brim.

Gervi árs­ins:  Ásta Hafþórs­dótt­ir og Stefán Jörgen Ásgeirs­son fyr­ir The Good Heart.

Bún­ing­ar árs­ins: Helga Rós V. Hannam fyr­ir The Good Heart.

Leik­mynd árs­ins. Hálf­dán Peder­sen fyr­ir The Good Heart.

Stutt­mynd árs­ins:  Cle­an, Núm­er 9. ehf.

Tónlist árs­ins: Slow Blow fyr­ir Brim.

Hljóð árs­ins: Ingvar Lund­berg og Kjart­an Kjart­ans­son fyr­ir Brim.

Hand­rit árs­ins: Dag­ur Kári, The Good Heart.

Leikið sjón­varps­efni árs­ins: Rétt­ur II, Saga film fyr­ir Stöð 2.

Frétta- eða viðtalsþátt­ur árs­ins: Land­inn.

Menn­ing­ar- eða lífs­stílsþátt­ur árs­ins: Fag­ur fisk­ur, sem Saga film fram­leiddi fyr­ir Rík­is­út­varpið.

Barna­efni árs­ins: Stund­in okk­ar í Sjón­varp­inu.

Sjón­varps­maður árs­ins:  Gísli Ein­ars­son.

Skemmtiþátt­ur árs­ins: Spaug­stof­an sem Saga film fram­leiddi.

Þóra Arn­órs­dótt­ir var síðan val­in vin­sæl­asti sjón­varps­maður­inn í síma­kosn­ingu.

Leikstjóri og framleiðendur Brims taka við verðlaununum.
Leik­stjóri og fram­leiðend­ur Brims taka við verðlaun­un­um. mbl.is/​Golli
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Hrafni Gunnlaugssyni heiðursverðlaun Eddunnar.
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son af­henti Hrafni Gunn­laugs­syni heiður­sverðlaun Edd­unn­ar. mbl.is/​Golli
Dagur Kári tekur við leikstjóraverðlaunum Eddunnar.
Dag­ur Kári tek­ur við leik­stjóra­verðlaun­um Edd­unn­ar. mbl.is/​Golli
Þátturinn Fagur fiskur var valinn besti menningar- eða lífsstílsþáttur ársins.
Þátt­ur­inn Fag­ur fisk­ur var val­inn besti menn­ing­ar- eða lífs­stílsþátt­ur árs­ins. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir