Ótrúlegar ferilskrár algengar

Aniba Casavilca sækir um vinnu í Kaliforníu. Myndin tengist fréttinni …
Aniba Casavilca sækir um vinnu í Kaliforníu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Atvinnurekendur í Bretlandi segja ferilskrárnar sem þeir fá inn á borð til sín vera ansi skrautlegar oft á tíðum.

Samkvæmt heimildum The Telegraph hafa atvinnurekendum til dæmis borist ferilskrár sem ríma og einn vongóður umsækjandi setti Guð sem meðmælanda.

Umsækjendur virðast vilja vekja athygli á sér með áhugaverðum yfirlýsingum eins og einn sem tók sérstaklega fram að hann væri afkomandi víkinga. Annar listaði „meistari tíma og alheimsins“ sem reynslu.

Vefsíðan CareerBuilder.co.uk gerði könnun sem leiddi í ljós þessar áhugaverðu umsóknir. Könnunin var gerð til að athuga hvað atvinnurekendur vildu helst ekki sjá í atvinnuumsóknum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar