Lohan hótað fangelsisvist

00:00
00:00

Dóm­ari í Los Ang­eles sagði leik­kon­unni Lindsay Loh­an, að geri hún sam­komu­lag við sak­sókn­ara í máli, sem höfðað var á hend­ur henni vegna þjófnaðar á háls­festi í versl­un, verði hún dæmd til fang­elsis­vist­ar. 

Loh­an er ákærð fyr­ir að stela háls­festi, sem met­in er á 2500 dali, rúm­ar 290 þúsund­ir króna. Viðræður hafa verið milli lög­manna Loh­an og sak­sókn­ara um sam­komu­lag í mál­inu. Ekki er ljóst hvað í slíku sam­komu­lagi myndi fel­ast.

Loh­an kom fyr­ir rétt í Los Ang­eles í dag. Sagði Keith Schw­artz, dóm­ari, að ef Loh­an fall­ist ekki á sam­komu­lag muni málið fara fyr­ir dóm þar sem sak­sókn­ar­ar leggja fram sönn­un­ar­gögn gegn leik­kon­unni.

En fall­ist Loh­an á sam­komu­lagið verði hún dæmd til fang­elsis­vist­ar.

Loh­an, sem er 24 ára, sagðist skilja hvað dóm­ar­inn segði. Hún á að koma aft­ur í rétt­ar­sal­inn 10. mars.

Lindsay Lohan ásamt lögmanni sínum.
Lindsay Loh­an ásamt lög­manni sín­um. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir