U2 mun koma fram á Glastonbury

Írsku rokkararnir í U2 hafa staðfest að þeir muni koma fram á Glastonbury-hátíðinni, sem fer fram í júní í Somerset á Englandi. The Edge, gítarleikari hljómsveitarinnar, greindi frá þessu í myndbandsupptöku sem var leikin á NME-verðlaunahátíðinni, sem fram fór í Lundúnum í gær.

U2 verður aðalnúmerið á föstudagskvöldinu, eða þann 24. júní nk. 

Það vekur athygli að þetta verður í fyrsta sem sem sveitin kemur fram á hátíðinni. Hún átti að troða upp á Glastonbury í fyrra en sveitin varð að draga sig í hlé eftir að söngvarinn Bono slasaðist á baki.

The Edge segir að liðsmenn U2 séu fullir tilhlökkunar.

Á meðal annarra hljómsveita og listamanna sem munu koma fram á hátíðinni má nefna Coldplay og Beyonce.

Írsku rokkararnir í U2 á tónleikum.
Írsku rokkararnir í U2 á tónleikum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar