Framleiðslu Two and a Half Men frestað

Charlie Sheen.
Charlie Sheen. Reuters

Framleiðendur sjónvarpsþáttanna Two and a Half Menhafa ákveðið að aflýsa tökum á þáttunum tímabundið eftir að aðalleikarinn, Charlie Sheen, hellti sér yfir annan helsta höfund þáttanna í útvarpssviðtali.

Sjónvarpsstöðin CBS og framleiðandinn Warner Brothers Television tilkynntu í gærkvöldi, að ákveðið hafi verið að hætta framleiðslu þáttanna til vors. Var vísað til ýmissa miður fallegra ummæla, sem Sheen lét falla í útvarpsviðtali um Chuck Lorre, annan af tveimur höfundum þáttanna.

Í janúar var ákveðið að fresta tökum á Two and a Half Men tímabundið svo Sheen gæti farið í áfengis- og lyfjameðferð. Fyrr í gær var tilkynnt að tökur myndu hefjast að nýju í næstu viku en það breyttist þegar leið á daginn.

Sheen, sem er sonur leikarans Martins Sheens,  hefur verið mikið í fréttum að undanförnu fyrir lyfja- og áfengisneyslu, samskipti við vændiskonur og klámleikkonur. Hann fór í meðferð fyrir tæpum mánuði en hún virtist litlum árangri skila.

Eftir að tilkynnt var í gærkvöldi að tökum á sjónvarsþáttunum hefði verið aflýst ótímabundið birti Sheen yfirlýsingu á slúðurvefnum TMZ.com, þar sem hann réðist að nýju á  Lorre, kallaði hann vesælan orm og sagðist aðeins óska honum sársauka.  „Ég hef greinilega sigrað þennan ánamaðk með orðum - ímyndið ykkur hvað ég hefði getað gert með eldspúandi hnefum mínum." 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar