Sala miða á fyrstu viðburðina á dagskrá tónlistarhússins Hörpu hefst á hádegi í dag. Verða þá til sölu miðar á opnunartónleika Hörpu þar sem Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónleika Jonas Kaufmann sem eru hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Sérstök opnunarhátíð verður í Hörpu 13. maí. Þá verður opið hús fyrir almenning 14. maí og sérstakur barnadagur 15. maí. Nánari dagskrá þessara viðburða verður kynnt síðar.
Í tilkynningu segir, að lögð sé áhersla á jafnan aðgang allra að miðum á fyrrnefnda viðburði. Miðasala hefst samtímis á á vefjunum www.harpa.is, www.midi.is, í síma 528 5050 og í miðasölunni Aðalstræti 2 en þar verður miðasalan hýst tímabundið þar til að aðstaða miðasölunnar í Hörpu verður opnuð í apríl.