Bókin Það sem hver karlmaður hugsar um að kynlífi undanskildu rýkur upp vinsældalista á Bretlandi um þessar mundir. Síður bókarinnar eru auðar.
Sagt er að bókin upplýsi fólk um leyndardóma huga karlmanna og veiti innsýn inn í hvað þeir hugsi um að kynlífi undanskildu. Allar 200 blaðsíður bókarinnar eru auðar en bókin rokselst engu að síður.
Upp er komið æði fyrir bókinni og eru kaupendur hennar flestir háskólanemendur sem nota bókina til að glósa í tímum.
Höfundurinn Simove segist ekki hafa grunað að bókin myndi slá í gegn. „Eftir margra ára rannsóknir komst ég að því að karlmenn hugsa ekki um neitt annað en kynlíf. Mér fannst ég þurfa að deila þessari uppgötvun minni með öðrum.“