Lasse Eriksson, þekktur sænskur skemmtikraftur, hné niður þegar hann var að skemmta í Uppsölum á fimmtudagskvöld. Í ljós kom að Eriksson hafði fengið hjartaáfall og látist samstundis.
Að sögn sænskra fjölmiðla var verið að sýna verið Fyra lyckliga män 2 í Reginateateret í Uppsölum þar sem Eriksson var í aðalhlutverkinu. Í lokaatriðinu greip Eriksson um brjóst sér og féll á sviðið.
Fyrst héldu áhorfendur að þetta væri hluti af sýningunni en annað kom í ljós og aðrir leikarar kölluðu hvort læknir væri í salnum. Reynt var að lífga Eriksson við en án árangurs.
Eriksson var 61 árs og þekktur höfundur, gamanleikari og uppistandari. Þá sá hann um fjölda skemmtiþátta í sænsku sjónvarpi.