Dó á sviðinu

Lasse Eriksson.
Lasse Eriksson.

Lasse Eriksson, þekktur sænskur skemmtikraftur, hné niður þegar hann var að skemmta í Uppsölum á fimmtudagskvöld. Í ljós kom að Eriksson hafði fengið hjartaáfall og látist samstundis.

Að sögn sænskra fjölmiðla var verið að sýna verið Fyra lyckliga män 2 í Reginateateret í Uppsölum þar sem Eriksson var í aðalhlutverkinu. Í lokaatriðinu greip Eriksson um brjóst sér og féll á sviðið.

Fyrst héldu áhorfendur að þetta væri hluti af sýningunni en annað kom í ljós og aðrir leikarar kölluðu hvort læknir væri í salnum. Reynt var að lífga Eriksson við en án árangurs.  

Eriksson var 61 árs og þekktur höfundur, gamanleikari og uppistandari. Þá sá hann um fjölda skemmtiþátta í sænsku sjónvarpi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan