Þrátt fyrir ágæta byrjun virðist ganga illa fyrir Einar Bárðar að missa kílóin eins og kemur í ljós í nýjasta þætti Karlaklefans hér á Mbl Sjónvarpi. Logi Geirs er allt annað en sáttur við frammistöðu Einars, sérstaklega eftir að til hans fréttist fyrir framan sælgætissjálfsalann í Háskólanum í Reykjavík þar sem Einar stundar nám.
„Það er ekki nóg að hreyfa sig reglulega heldur verður hann að taka matarræðið í gegn líka, sérstaklega fyrst í stað“, segir Logi. Í þættinum sendir Logi Einar einnig í heilsutékk hjá Heilsuvernd. „Það er mjög mikilvægt að ganga úr skugga um að engir undirliggjandi sjúkdómar séu til staðar áður en lengra er haldið“, segir Logi.