Gleði í ofankomu á öskudegi

Þessi villtust ekki af leið á Akureyri í morgun!
Þessi villtust ekki af leið á Akureyri í morgun! mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Börn á Akureyri létu snjókomu ekki á sig fá í morgun heldur örkuðu út í öskudaginn í bítið samkvæmt hefðinni. Kunnugleg lög hljómuðu á nokkrum stöðum sem Morgunblaðið sótti heim en líka eitt og eitt nýtt og frumsamið.

Margar skemmtilegar verur voru á sveimi í höfuðstað Norðurlands í morgun, bæði krakkar úr leikskólum og auðvitað grunnskólunum sem allir gefa frí á öskudaginn. Einstaka mamma eða pabbi voru með í för.

Ýmsu góðgæti var gaukað að börnunum eftir fagran söng og virtust starfsmenn allra fyrirtækja hafa mjög gaman af heimsóknunum.

Litskrúðugt lið sem söng fallega við gítarspil þar sem komið …
Litskrúðugt lið sem söng fallega við gítarspil þar sem komið var í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Síkátir sjóarar og einn fugl. Glæsilegt lið.
Síkátir sjóarar og einn fugl. Glæsilegt lið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar