Sigurjón vill kvikmynda bók Yrsu

Sigurjón Sighvatsson.
Sigurjón Sighvatsson.

Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem kom út fyrir jólin.

Ég man þig er sjötta glæpa- og spennusaga Yrsu og segir frá ungu fólki sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um miðjan vetur en það fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi.

Sigurjón  hefur framleitt yfir fjörutíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood.  Sigurjón er nú að ljúka lokafrágangi kvikmyndarinnar The Killer Elite með Robert DeNiro, Jason Statham og Clive Owen í aðalhlutverkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar