Uppselt í forsölu á Eagles

Rokksveitin heimskunna The Eagles mun koma fram í Laugardalshöll 9. …
Rokksveitin heimskunna The Eagles mun koma fram í Laugardalshöll 9. júní nk.

Miðasala á tónleika Eagles fyrir N1 korthafa hófst kl. 10 í morgun. Að sögn skipuleggjenda seldust 5.000 miðar (2.500 miðar fyrir hvort svæði) upp á 45 mínútum. Miðar á svæði A, sem er dýrara svæðið, seldust upp á 10 mínútum.

Enn eru 5.000 miðar í boði sem fara í almenna sölu á morgun. Almenn miðasala hefst á midi.is kl. 11. 

Ísleifur B. Þórhallsson, markaðsstjóri hjá Senu, segir í samtali við mbl.is salan hafi gengið vonum framar. „Það voru 2.500 A-miðar og 2.500 B-miðar í sölu og það tók 10 mínútur að klára A-miðana og B-miðarnir voru að klárast fyrir nokkrum mínútum. Þannig að það er uppselt í N1 forsölu.“ segir Ísleifur.

Alls voru því 10.000 miðar í boði og fer hinn helmingurinn í sölu á morgun, sem fyrr segir. „Það er almenn sala fyrir hvern sem er á midi.is,“ segir Ísleifur og bætir við að þá séu einnig í boði 2.500 miðar í hvort svæði.

Miði á svæði A kosta 19.900 kr. og á svæði B kostar miðinn 14.900 kr.

„Þetta er ekki að koma okkur stórkostlega á óvart, en þetta er alveg svakaleg eftirspurn eftir miðum,“ segir Ísleifur. Hann gerir fastlega ráð fyrir því síðustu miðarnir muni seljast hratt upp á morgun.

„Það er alveg deginum ljósara að 10.000 miðar eru allt of fáir miðar á þessa tónleika.“

Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöllinni hinn 9. júní næstkomandi. Það er afþreyingarfyrirtækið Sena sem stendur fyrir tónleikunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir