Geir Ólafs afhendir Steingrími óútfylltan víxil

Geir Ólafsson bíður eftir að fá óútfylltan tékka undirritaðan af …
Geir Ólafsson bíður eftir að fá óútfylltan tékka undirritaðan af fjármálaráðherra. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Ritarinn hans tók við víxlinum. Ég býst við að Steingrímur skrifi undir hann fyrir mig,“ segir Geir Ólafsson, söngvari, um óútfylltan víxil sem hann afhenti í fjármálaráðuneytinu í dag og var ætlaður Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Gerir hann þetta til að benda á óréttlæti Icesave-málsins.

Geir segist enn ekki búinn að ákveða hvað hann ætli að gera við féð né hversu há upphæðin verði á endanum en hann búist engu að síður við að Steingrímur skrifi undir víxilinn fyrir hann. „Kannski ég noti peninginn í hjálparstarf hér á landi,“ segir Geir.

„Ég er ekki þannig maður að ég fari og kasti eggjum. Maður þarf að vera kurteis og almennilegur. Ég vona að hann geti hitt mig á morgun svo við getum rætt þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir