Nú er ljóst að tvær íslenskar sveitir munu leika á Wackenhátíðinni í Þýskalandi, stærstu þungarokkshátíð heims.
Um er að ræða Skálmöld og Atrum. Nú er búið að opna á möguleika fyrir þriðja bandið en sveitum gefst kostur á að senda myndbönd á vefsíðuna wackentube.com.
Flösufeykjar nær og fjær gefa myndböndunum einkunn og sú sveit sem fær hæstu einkunn fer á Wacken. Hin íslenska Darknote er nú í fimmta sæti þar með lagið „Bring Down the Skies“ af plötu sinni Walk Into Your Nightmare.