American Idol er sá sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum sem dró til sín mesta auglýsingapeninga á síðasta ári. Þátturinn rakaði að sér 7,1 milljón dollara á hverjum hálftíma að því er fram kemur í Forbes.
Þar á eftir kemur sjónvarpsserían Two and A Half Men með Charlie Sheen í aðalhlutverki, en hann dró til sín 2,9 milljónir dollara.
Desperate Housewives er í þriðja sæti með 2,74 milljónir dollara og læknaþátturinn Grey's Anatomy er þar á eftir.