Bullock gefur stórfé til Japans

Bandaríska leikkona Sandra Bullock hefur gefið eina milljón dala, andvirði rúmlega 115 milljóna íslenskra króna, til Rauða krossins í neyðaraðstoð fyrir Japan eftir náttúruhamfarirnar þar.

Ýmsir skemmtikraftar og listamenn hafa lýst stuðningi við fórnarlömb jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan en þetta er hæsta peningaupphæð sem vitað er til að stjarna úr skemmtanaiðnaðinum hafi gefið í hjálparstarfið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bullock hefur látið stórfé af hendi rakna í hjálparstarf. Fékk hún heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til þess að byggja upp skólakerfið í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrína gekk þar yfir. Þá gaf hún einnig milljón dala til Haítí eftir jarðskjálftann þar í fyrra.

Sandra Bullock.
Sandra Bullock. MARIO ANZUONI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka