Faldi þýfi í leggöngum sínum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. SCANPIX DENMARK

Bandarísk kona klessti á eftir að hafa rænt mótel í nágrenninu. Lögregla fann meðal annars heróín og seðla sem hún hafði falið í leggöngum sínum.

Samkvæmt skýrslu í Scranton-Times Tribune, dagblaði í Pennsylvaníu-fylki í Bandaríkjunum, var lögregla kölluð til vegna innbrots sem hafði átt sér stað þann 13. mars. Karin Mackaliunas var þá handtekin í bíl sínum vegna gruns um þjófnað.

Við leit fann lögregla þrjá poka af heróíni í jakka hennar. Þegar lögregla keyrði með Mackaliunas á lögreglustöðina sáu þeir að hún iðaði í aftursætinu. Þá játaði hún fyrir lögreglumönnunum að hafa falið restina af þýfinu í leggöngum sínum.

Læknir sem framkvæmdi leit í leggöngum konunnar fjarlægði þaðan 54 poka af heróíni, 30 tóma poka, átta lyfseðilsskyld lyfjahylki og 51 dollara í seðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar