Partístelpan þénar milljónir

Rebecca Black er sögð hafa selt um 300 þúsund eintök …
Rebecca Black er sögð hafa selt um 300 þúsund eintök af smáskífu sinni á iTunes. Reuters

Myndband við lag Rebeccu Black, þrettán ára gamallar söngkonu, birtist á Youtube á dögunum og fékk í kjölfarið gífurlega neikvæða athygli netverja. Black var m.a. kölluð versta söngkona í heimi og einhverjir vildu meina að hún ætti ekki skilið að lifa vegna flutningsins.

Black getur án efa látið gagnrýnina sem vind um eyru þjóta, því stúlkan er búin að þéna mörg hundruð þúsund bandaríkjadollara á uppátækinu. Myndbandið við lagið „Friday“ hefur nú fengið 34,5 milljónir áhorfa á YouTube og smáskífa hennar rýkur upp á bandaríska vinsældarlista iTunes. 

Að sögn dreifingaraðila greiðir iTunes um 70 sent fyrir hverja selda smáskífu og má samkvæmt því gera ráð fyrir að Black, sem hefur selt um 300 þúsund eintök, sé búin að þéna a.m.k. 210 þúsund bandaríkjadollara, eða tæplega 24 milljónir íslenskra króna. Tímaritið Forbes segir upphæðina geta verið mun hærri.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir