Heilbrigðisyfirvöld í Kenía hafa pantað 45 milljón smokka í neyð. Þau segja að þjóðin standi frammi smokkaskorti vegna mjög mikillar eftirspurnar og vandamála sem hafi komið upp við pöntun á þeim.
Í janúar bárust 19 milljónir smokka til landsins og entust þeir í sex vikur.
Búist er við að næsta sending berist 10. apríl nk.
„Eftirspurnin var 8 milljónir smokka á mánuði, svo varð hún að 12 milljónum og er nú í kringum 20 milljónir. Það gefur þér tölu yfir ástarfundi einstaklinga,“ segir Shahnaaz Sharif, yfirmaður heilbrigðismála í Kenía, við blaðamenn.
Íbúar Kenía eru um 40 milljónir.