Nýr Trans Am á hverju ári þar til forstjórinn dó

Burt Reynolds var í gær viðstaddur sýningu á kvikmyndinni Smokey and the Bandit frá árinu 1977, í Tampa Theatre í borginni Tampa í Flórída.

Í myndinni leikur Reynolds mikinn ökufant, Bandit, eða Bófa, sem er á æsilegum flótta undan laganna vörðum á Pontiac Firebird Trans Am-bifreið.

Dagblaðið St. Petersburg Times ræddi við Reynolds í vikunni í tilefni af sýningu kvikmyndarinnar. Reynolds segir frá því í viðtalinu að yfirmenn Pontiac hafi lofað því að hann fengi nýjan Trans Am-kagga ævilangt þar sem kvikmyndin hafi aukið mjög sölu á þeim bílum.

Reynolds segist hafa fengið sex bíla frá fyrirtækinu en þegar forstjóri þess hafi dáið hafi Pontiac hætt að senda honum bíla. Hann hafi þá komist að því að með „ævilangt“ hafi Pontic miðað við ævi forstjóra fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir