Vildi koma of seint í eigin jarðarför

Margir hafa lagt blóm á gangstéttarheilluna á Frægðarstígnum í Hollywood …
Margir hafa lagt blóm á gangstéttarheilluna á Frægðarstígnum í Hollywood sem merkt er Taylor.

Útför leikkonunnar Elizabeth Taylor, í Forrest Lawn grafreitnum skammt frá Los Angeles, hófst 15 mínútum á eftir áætlun í gærkvöldi - að ósk leikkonunnar sjálfrar.

„Hún vildi jafnvel koma of seint í eigin jarðarför," sagði í yfirlýsingu, sem fulltrúi fjölskyldu Taylor las fyrir fréttamenn.

Kista Taylor var lokuð og þakin blómum. Taylor var lögð til hvílu í stóru grafhýsi þar sem söngvarinn Michael Jackson hvílir einnig en þau voru góðir vinir.   

Athöfnin stóð í um klukkustund og voru aðeins nánustu ættingjar og vinir Taylor viðstaddir. Leikarinn Colin Farrell, sem var vinur Taylor, las meðal annars ljóð.  

Michael Wilding, sonur Taylor, Liza dóttir hennar og Tarquin Wilding, sonarsonur leikkonunnar, lásu einnig ljóð og Rhyz Tivey, dóttursonur Taylor, lék Amazing Grace á trompet. 

Gert er ráð fyrir að minningarathöfn um Taylor fari fram innan skamms. 

Útfarargestir komu til athafnarinnar í fimm stórum svörtum bílum.
Útfarargestir komu til athafnarinnar í fimm stórum svörtum bílum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir