Náðu draugagangi á myndband

Bresk fjölskylda hefur reynt ýmislegt til að losna við draugagang á heimili sínu í Coventry. Miðlar segja húsið vera stoppistöð fyrir anda.

Lisa Manning og börn hennar hafa nokkrum sinnum þurft að flýja húsið vegna óhuggulegra atburða þar. Hún segir pottum og pönnum vera fleygt um eldhúsið og gluggatjöld dregin upp og niður af draugunum.

Um daginn flúði fjölskyldan út um glugga í húsinu því þau læstust inni er hurð í stofu hússins skelltist í lás.

Lisa setti upp myndavélar um allt húsið til að ná draugaganginum á myndband og hér fyrir neðan má sjá myndbrot af stól í einu barnaherberginu sem Lisa segir hafa hreyfst af sjálfum sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar