Ósiðlegt eða fyndið nafn á hamborgarastað?

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. CARLOS BARRIA

Bandarísk kona hefur fundið fyrir mikilli óánægju vegna veitingastaðar sem hún opnaði nýverið. Hamborgarastaðurinn ber nafnið Fat Ho Burgers.

Nafnið hefur móðgað marga nágranna og þá sérstaklega eigendur kaffihússins Gospel Cafe sem er í næsta nágrenni við hamborgarastaðinn sem er í Texas-fylki Bandaríkjanna.

Hin 23 ára gamla Lakita Evans sem á Fat Ho Burgers segir fólk þurfa að slaka á og sjá fyndnu hliðina á nafninu. „Ég er ekki að kalla neinn gleðikonu,“ útskýrir Evans sem segir skopskynið þurfa að vera í lagi hjá fólki.

„Hún ætti að hugsa aðeins meira um tilfinningar fólks,“ segir séra Marsha Martie, eigandi Gospel Cafe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir