13 ára gamall rússneskur drengur fann 24 ára gamalt flöskuskeyti í fjöru nálægt Kalíníngrad og hafði samband við sendandann.
Daniil Korotkikh fann flöskuna fyrr í mánuðinum og faðir hans hjálpaði honum að lesa bréfið sem var á þýsku. Skeytið var sent þann 7. september árið 1987 af Þjóðverjanum Frank Uesbeck sem var þá fimm ára gamall.
Rússneskir blaðamenn fundu uppi á Uesbeck sem er nú 29 ára gamall, giftur og býr í Coesfeld í Þýskalandi. Hann segist varla muna eftir að hafa sent skeytið.
„Ég var steinhissa,“ sagði Uesbeck í viðtali við sjónvarpsstöðina NTZ.