Lögregla í Þýskalandi varar unglinga þar í landi við notkun tíðatappa til neyslu áfengis. Unglingarnir nota aðferðina til að lykta ekki af áfengi.
Algengt er að unglingar í Þýskalandi og jafnvel víðar í heiminum trúi því að með því að bleyta tíðatappa í vodka og stinga honum síðan inn í leggöngin geti þau orðið ölvuð án þess að lykta af áfengi. Fjölmargir nota þessa aðferð að sögn þýsku lögreglunnar.
Bæði kynin hafa notast við aðferðina sem lögregla segir ekki virka til að ná fram áhrifum áfengis. Hætta sé á skemmdum í leggöngum eða endaþarmi og sýkingu þegar svokölluðu vodkatapparnir eru notaðir.