Hinn tólf ára gamli Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði ótrúlega flautukörfu þegar lið hans, KR, tryggði sér Íslandsmeistaratitil í 7. flokki drengja í körfubolta síðasta laugardag.
Leikurinn fór fram í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur og voru það Keflvíkingar sem mættu KR-ingum.
Aðdragandi körfunnar var sá, að Þórir fékk boltann nokkra metra frá eigin körfu þegar aðeins sekúndur voru eftir af leikfjórðungnum. Þórir fleygði boltanum upp í loft og eftir að hann hafði svifið yfir bróðurpart vallarins hafnaði hann í netinu.
Óhætt er að segja að afrek Þóris er aðdáunarvert.