Skoraði ótrúlega flautukörfu

Þórir kastar boltanum yfir völlinn.
Þórir kastar boltanum yfir völlinn. Youtube.com

Hinn tólf ára gamli Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði ótrúlega flautukörfu þegar lið hans, KR, tryggði sér Íslandsmeistaratitil í 7. flokki drengja í körfubolta síðasta laugardag.

Leikurinn fór fram í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur og voru það Keflvíkingar sem mættu KR-ingum.

Aðdragandi körfunnar var sá, að Þórir fékk boltann nokkra metra frá eigin körfu þegar aðeins sekúndur voru eftir af leikfjórðungnum. Þórir fleygði boltanum upp í loft og eftir að hann hafði svifið yfir bróðurpart vallarins hafnaði hann í netinu.

Óhætt er að segja að afrek Þóris er aðdáunarvert.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir