Ný sjónvarpssería um Kennedy

Greg Kinnear leikur John F. Kennedy og Katie Holmes leikur …
Greg Kinnear leikur John F. Kennedy og Katie Holmes leikur Jacqueline Kennedy.

Sýningar á nýrri átta tíma sjónvarpsseríu um John F. Kennedy hefst um helgina. Gagnrýnendur eru þegar byrjaðir að rífa hana í sig. Athygli vekur að History Channel hætti við að sýna þættina með þeim rökum að þeir stæðust ekki kröfur sjónvarpsstöðvarinnar.

Framleiðsla þáttanna kostaði um 30 milljón dollara. Eftir að History Channel ákvað að hætta við að sýna þættina neyddust framleiðendur til að hefja leit að stöð sem var tilbúin til að taka þá til sýningar. Fyrsti þátturinn verður sýndur á ReelzChannel á sunnudag.

Ekkert hefur heyrst frá Kennedy-fjölskyldunni, en hún mun hafa lagst gegn framleiðslu þáttanna.

Cari Beauchamp sagnfræðingur er ekki ánægð með þættina. Hún segir í Los Ageles Times að Kennedy hafi verið flókin persóna, en í sjónvarpsþáttunum sé sjónum fyrst og fremst beint að kvennamálum hans og lyfjaneyslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir